Kostnaðaraukningin sláandi

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa …
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af auknum kostnaði fólks við að sækja sér heilbrigðisþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaðar­aukn­ing sem verður á lyfj­um, tann­lækn­ing­um, sál­fræðiþjón­ustu og hjálp­ar­tækj­um með breyt­ing­un­um sem urðu á kostnaðarþátt­töku sjúk­linga núna 1. maí sl. er slá­andi. Þetta kom fram í máli Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í umræðu um greiðsluþátt­töku sjúk­linga á Alþingi nú í dag.

Odd­ný gerði að um­tals­efni að ASÍ hefði í dag birt á heimasíðu sinni dæmi um kostnaðarþátt­töku sjúk­linga vegna breyt­inga á heil­brigðis­kerf­inu. „Kostnaðar­aukn­ing­in er í mörg­um til­fell­um gríðarleg,“ sagði hún. „Ástæða er því til að hafa áhyggj­ur af aukn­um kostnaði fólks við að sækja sér heil­brigðisþjón­ustu þrátt fyr­ir nýtt kerfi. Mik­il hækk­un er lík­leg til að fjölga þeim sem neita sér um heil­brigðisþjón­ustu enn frek­ar og þetta kem­ur verst niður á kon­um og fólki í verstu tekju­hóp­un­um.“

Vissu­lega væri gott að kostnaður þeirra sem oft þurfi að leita lækn­is lækki. „En fyr­ir flesta aðra mun kostnaður­inn hækka og það er m.a. kostnaður vegna lyfja, tann­lækn­inga, sál­fræðiþjón­ustu og hjálp­ar­tækja. Hækk­un­in er slá­andi og hún er meiri hjá líf­eyr­isþegum en al­menn­um sjúk­ling­um,“ sagði Odd­ný og benti á að mun fleiri fresti lækn­is­heim­sókn­um á Íslandi en hinum Norður­lönd­un­um vegna kostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka