Stálsmiðurinn og tæknifræðingurinn Kristmundur Guðleifsson lét á dögunum gamlan draum rætast og smíðaði sitt eigið „racer“-hjól. „Það mætti segja að það hafi verið fertugsafmælisgjöf frá mér til mín,“ segir Kristmundur sem er mikill áhugamaður um hjólreiðar.
Farnar eru að berast pantanir í hjól hjá honum en hann kallar hjólin Svana Cycles. mbl.is hitti Kristmund í Elliðaárdalnum í vikunni og fékk að kíkja á hjólið sem var um þrjá mánuði í smíðum í frítíma.
Hægt er að fræðast um hjólin hér.