Agnes Bragadóttir
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að framhaldsskólanemum á Íslandi sé að fækka stórum og muni halda áfram að fækka fram til ársins 2020. Bara á höfuðborgarsvæðinu fækki framhaldsskólanemum á milli skólaáranna 2017 og 2018 um 620.
Hörð gagnrýni kom fram hjá stjórnarandstöðunni á Alþingi í gær, þegar til umræðu var frétt RÚV frá því í gærmorgun, þar sem fjallað var um áform menntamálaráðherra um að sameina Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ).
Um hina hörðu gagnrýni segir Kristján Þór í Morgunblaðinu í dag: „Við erum að skoða það í ráðuneytinu, með hvaða hætti við mætum fyrirsjáanlegri fækkun nemenda í framhaldsskólum fram til ársins 2020. Bara á höfuðborgarsvæðinu er áætluð fækkun nemenda 620 á milli skólaáranna 2017 og 2018. Eitt af því sem við höfum verið að skoða er möguleg sameining Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Málið er enn í skoðun ásamt ýmsu öðru.“