Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar í fyrramálið um stöðu framhaldsskólanna. Þar má búast við að rædd verði hugsanleg sameining Tækniskólans og FÁ.
Nefndin fundaði fyrir helgi með menntamálaráðherra.
Formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði að loknum þeim fundi að í sameiningunni gætu falist góð tækifæri. Engin ákvörðun hefði þó verið tekin í málinu.