Álfheiður Ingadóttir á þing

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mbl.is/Rósa Braga

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, tók í gær sæti á þingi sem varaþingmaður fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í forföllum Steinunnar Þóru Árnadóttur.

Álfheiður sat á þingi 2007-2013 og var heilbrigðisráðherra 2009-2010 en náði hins vegar ekki endurkjöri í þingkosningunum 2013.

Ennfremur tók Dóra Sif Tynes sæti á Alþingi í gær sem varamaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, og Oktavía Hrund Jónsdóttir sem varamaður fyrir Smára McCarthy, þingmann Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert