Brynhildur formaður stjórnar SÍ

Brynhildur S. Björnsdóttir, formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands.
Brynhildur S. Björnsdóttir, formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands.

Brynhildur S. Björnsdóttir er nýskipaður formaður stjórnar Sjúkratrygginga Íslands. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra skipaði hana. Fyrsti fundur nýs formanns með stjórn stofnunarinnar verður haldinn í dag. Hún tekur við stjórnarformennsku af Hákoni Stefánssyni lögfræðingi, en hann tekur sæti sem aðalmaður í stjórninni, að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins.

Brynhildur var stjórnarformaður Bjartrar framtíðar 2015-2016 og hefur átt sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð. 

Brynhildur er framkvæmdastjóri hjá GG Verk ehf. Hún er með menntun á sviði stjórnunar og stefnumótunar. Hún sótti nám í Harvard Business School árið 2016, lauk MSc. gráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun árið 2009 og BA frá Háskólanum á Bifröst í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka