Hælisumsókn Ezes hafnað

Eze Okafor er frá Nígeríu.
Eze Okafor er frá Nígeríu. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Ég hyggst bera þessa ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar und­ir kær­u­nefnd út­lend­inga­mála,“ seg­ir Katrín Theo­dórs­dótt­ir, lögmaður Níg­er­íu­manns­ins Ezes Oka­for sem óskaði eft­ir hæli hér á landi en um ár er liðið síðan hon­um var vísað úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Útlend­inga­stofn­un hafnaði í gær um­sókn hans um dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum.

„Það er í raun al­veg óskilj­an­leg þessi tregða hjá ís­lensk­um yf­ir­völd­um og hvernig farið hef­ur verið með hann þegar allt ferlið er skoðað,“ seg­ir Katrín en Eze hef­ur frá því hon­um var vísað úr landi verið í Svíþjóð þar sem hann hef­ur fengið inni hjá vina­fólki.

Hæl­is­um­sókn hans þar hafði áður verið hafnað þar í landi en það gerði Íslandi kleift að beita ákvæðum Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar og senda hann þangað aft­ur. Fimm ár eru síðan Eze kom til Íslands en hann flúði heima­land sitt Níg­er­íu að eig­in sögn eft­ir að hafa orðið fyr­ir árás­um og of­sókn­um víga­manna hryðju­verka­sam­tak­anna Boko Haram. Sænsk stjórn­völd hafa þegar sagt að þau ætli ekki að taka mál Ezes fyr­ir aft­ur.

„Málið tók fjög­ur ár í dóms­kerf­inu og það var ekki hon­um að kenna að það tók svona lang­an tíma held­ur þótti ástæðan til þess að láta reyna á það hvort frest­ur­inn til að end­ur­senda hann á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar væri ekki út­runn­inn. Það voru nokk­ur mál sem höfðu gengið í dóms­kerf­inu á þess­um tíma og dóm­arn­ir voru ein­fald­lega svo mis­vís­andi. Þess vegna þótti ástæða til þess að láta reyna á þetta hjá Hæsta­rétti.“

Þetta hafi orðið til þess að málið hafi tekið meira en fjög­ur ár í ís­lenska kerf­inu, bæði í stjórn­sýsl­unni og hjá dóm­stól­um. „Ég taldi rétt af þess­ari ástæðu að láta reyna á það hvort hann ætti ekki rétt á dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum því sam­kvæmt út­lend­inga­lög­un­um mega stjórn­völd veita dval­ar­leyfi ef mál þeirra hef­ur tekið tvö ár í kerf­inu. Ég byggði um­sókn hans aðallega á þessu og síðan ein­fald­lega á mannúðarástæðum.“

Útlend­inga­stofn­un hafi núna hafnað þess­um mála­til­búnaði. Aðspurð seg­ir hún að það sé mis­jafnt hversu lang­ur tími líður þar til úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála ligg­ur fyr­ir. „Það má alla vega bú­ast við nokkr­um mánuðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka