Marple-málið á dagskrá á ný í júní

Verjendur sakborninga í Marple-málinu við fyrri umferð þess í héraðsdómi.
Verjendur sakborninga í Marple-málinu við fyrri umferð þess í héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrslutökur af ákærður í Marple-málinu svokallaða fara fram 8. og 9. júní og skýrslur verða teknar af vitnum í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir því að málflutningur hefjist þriðjudaginn 13. júní en fyrirtaka var í málinu í morgun.

Hæstiréttur hafði áður ógilt niðurstöðu héraðsdóms í málinu og vísað því aftur í hérað. 

Málið var upp­haf­lega flutt í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í sept­em­ber árið 2015 og féll dóm­ur í októ­ber sama ár. Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, var dæmd­ur í sex mánaða fang­elsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­um banka­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og Skúli Þor­valds­son fjár­fest­ir var dæmd­ur í sex mánuði. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­um fjár­mála­stjóri bank­ans var sýknuð af öll­um ákær­um.

Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar, en síðar voru upp­töku­beiðnir gegn fjór­um af þeim fimm fé­lög­um sem ákær­an náði til dregn­ar til baka og nær málið því núna aðeins til fé­lags­ins Marple og þeirra ein­stak­linga sem voru ákærðir í mál­inu.

Sím­on Sig­valda­son héraðsdóm­ari er dóms­formaður máls­ins eins og við fyrri um­ferð þess í héraði. Lagt var til í morgun að Jón Hreinsson yrði sérfróður meðdómari í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert