Hægt að fara út í aðgerð

Fjölmargir fara í mjaðmaskipti á sjúkrahúsum erlendis.
Fjölmargir fara í mjaðmaskipti á sjúkrahúsum erlendis. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslend­ing­ar geta valið að fara til lækn­is í öðru landi þrátt fyr­ir að sam­bæri­leg meðferð standi til boða á Íslandi. Þetta geta þeir á grund­velli svo­kallaðrar landa­mæra­til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um heil­brigðisþjón­ustu yfir landa­mæri, sem tók gildi 1. júní í fyrra.

„Ég sem ein­stak­ling­ur á að geta valið að fara til ann­ars aðild­ar­rík­is EES og fá þá þjón­ustu sem ég vil þegar sam­bæri­leg meðferð er veitt í trygg­ing­ar­land­inu,“ seg­ir Halla Björk Er­lends­dótt­ir, deild­ar­stjóri alþjóðadeild­ar Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Kjósi sjúk­ling­ur að fara í aðgerð á sjúkra­húsi er­lend­is, t.d. vegna þess að hann tel­ur hana vera betri en á Íslandi, sæk­ir hann um að fá aðgerðina niður­greidda hjá SÍ. Legg­ur hann út fyr­ir aðgerðinni sjálf­ur en fær end­ur­greidda frá SÍ þá upp­hæð sem aðgerðin hefði kostað á Íslandi. Sjúk­ling­ur­inn greiðir sjálf­ur uppi­hald og ferðakostnað, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert