Hægt að fara út í aðgerð

Fjölmargir fara í mjaðmaskipti á sjúkrahúsum erlendis.
Fjölmargir fara í mjaðmaskipti á sjúkrahúsum erlendis. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslendingar geta valið að fara til læknis í öðru landi þrátt fyrir að sambærileg meðferð standi til boða á Íslandi. Þetta geta þeir á grundvelli svokallaðrar landamæratilskipunar Evrópusambandsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, sem tók gildi 1. júní í fyrra.

„Ég sem einstaklingur á að geta valið að fara til annars aðildarríkis EES og fá þá þjónustu sem ég vil þegar sambærileg meðferð er veitt í tryggingarlandinu,“ segir Halla Björk Erlendsdóttir, deildarstjóri alþjóðadeildar Sjúkratrygginga Íslands.

Kjósi sjúklingur að fara í aðgerð á sjúkrahúsi erlendis, t.d. vegna þess að hann telur hana vera betri en á Íslandi, sækir hann um að fá aðgerðina niðurgreidda hjá SÍ. Leggur hann út fyrir aðgerðinni sjálfur en fær endurgreidda frá SÍ þá upphæð sem aðgerðin hefði kostað á Íslandi. Sjúklingurinn greiðir sjálfur uppihald og ferðakostnað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert