Fjórir milljarðar vegna olíuleitar

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. AFP

Kostnaður sem leyf­is­haf­ar til rann­sókna og vinnslu kol­vetn­is hafa þegar lagt í rann­sókn­ir vegna olíu­leit­ar á Dreka­svæðinu er gróft áætlaður fjór­ir millj­arðar króna, sam­kvæmt mati Orku­stofn­un­ar sem hef­ur um­sjón með veit­ingu leyfa sam­kvæmt kol­vetn­is­lög­um.

Þetta kem­ur fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra við fyr­ir­spurn Hall­dóru Mo­gensen, þing­manns Pírata, um leyfi til olíu­leit­ar.

Ekki hef­ur verið lagt mat á bóta­kröf­ur vegna aft­ur­köll­un­ar leyfa, ef til þess kæmi.

Eitt sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu kol­efn­is er í gildi í dag. Handa­haf­ar þess eru CNOOC Ice­land ehf., Ey­kon Energy ehf. og Pet­oro Ice­land ehf. Gild­is­tími leyf­is­ins er tólf ár og gild­ir því til 22. janú­ar 2016, að því er kem­ur fram í svar­inu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarmála.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­mála. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ekki skuld­bundið sig vegna rann­sókn­ar­holu

Leyf­is­tíma­bilið er áfanga­skipt og lýk­ur fyrsta áfang­an­um í janú­ar á næsta ári. Fyr­ir lok hans þarf leyf­is­haf­inn að fram­kvæmda rann­sókn­ir sem er lýst í 2. áfanga rann­sókn­aráætl­un­ar leyf­is­ins (þrívíðar end­urkasts­mæl­ing­ar) eða að öðrum kosti að gefa leyfið eft­ir. Að lokn­um öðrum áfanga, fyr­ir 22. janú­ar 2022, þarf leyf­is­hafi að skuld­binda sig til að bora eina rann­sókn­ar­holu. Það hef­ur hann ekki enn gert, sam­kvæmt svar­inu.

Aðeins er hægt að veita sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu kol­efn­is í útboðum. Tvö útboð hafa þegar farið fram og ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um nýtt útboð að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert