Í viðbragðsstöðu vegna tölvuvíruss

Árásin var einstaklega öflug.
Árásin var einstaklega öflug. AFP

Feikiútbreidd og öflug netárás var gerð um helgina í fjölda landa.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að tæknimenn fyrirtækja víða um land vinni hörðum höndum að fyrirbyggjandi aðgerðum áður en starfsfólk mætir til vinnu nú á mánudagsmorgni, en hann segir ekki spurningu hvort heldur hvenær og í hversu miklum mæli árásanna muni gæta hér á landi.

Fyrir liggur að árásin hefur náð til 200 þúsund notenda í 150 löndum. Hrafnkell segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ekki væri vitað hvað gerðist þegar fólk mætti til vinnu sinnar í dag og færi að opna tölvupósta. Fulltrúar nokkurra stórra rekstraraðila tölvukerfa sögðust í gær vera í viðbragðsstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka