Búast má við einhverjum umferðartöfum á Reykjanesbrautinni á kaflanum milli Breiðholtsbrautar og húsakynna Málningar hf. í dag. Stefnt er að því að malbika vinstri og hægri akrein til vesturs og verður önnur akreinin lokuð meðan.
Þrengt verður að umferð og má búast við lítils háttar umferðartöfum að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 9.00 og 18.00.
Eru vegfarendur beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, en vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.