Malbikunarframkvæmdir á Reykjanesbraut

Malbika á Reykjanesbrautina á milli Breiðholts­braut­ar og húsakynna Málningar hf. …
Malbika á Reykjanesbrautina á milli Breiðholts­braut­ar og húsakynna Málningar hf. í dag. mbl.is/Golli

Bú­ast má við ein­hverj­um um­ferðart­öf­um á Reykja­nes­braut­inni á kafl­an­um milli Breiðholts­braut­ar og húsakynna Málningar hf. í dag. Stefnt er að því að mal­bika vinstri og hægri akrein til vesturs og verður önnur akreinin lokuð meðan.

Þrengt verður að um­ferð og má bú­ast við lít­ils ­hátt­ar um­ferðart­öf­um að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi yfir milli kl. 9.00 og 18.00.

Eru veg­far­end­ur beðnir um að virða lok­an­ir og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin, en vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert