Margar milljónir fyrir mjaðmarliði

Skurðaðgerð á Landspítala.
Skurðaðgerð á Landspítala. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þeir sjúk­ling­ar sem velja að fara í aðgerðir er­lend­is frek­ar en hér heima ákveða sjálf­ir hvaða sjúkra­stofn­un þeir fara á með því skil­yrði Sjúkra­trygg­inga Íslands að um viður­kennda stofn­un sé að ræða og meðferðin sem sótt er um sé meðferð sem al­manna­trygg­ing­ar í því landi sem um ræðir greiði fyr­ir.

Þeir fimm ein­stak­ling­ar sem fóru í liðskiptiaðgerðir í Svíþjóð í síðustu viku, sam­kvæmt biðtíma­ákvæðinu, fóru all­ir til einka­reknu klíník­ur­inn­ar Capio Mo­vement í Halmstad. Í samn­ingi Sjúkra­trygg­inga Íslands (SÍ) við sjúk­ling­ana kem­ur fram að greiðsluþátt­tak­an sé samþykkt með þeim fyr­ir­vara að meðferðin fari þar fram.

„Þetta til­tekna sjúkra­hús er einka­rekið en það er með samn­ing við ríkið um slík­ar meðferðir. Þar af leiðandi fell­ur það und­ir ákvæðið,“ seg­ir Halla Björk Er­lends­dótt­ir, deild­ar­stjóri alþjóðadeild­ar Sjúkra­trygg­inga Íslands, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

1,3 millj­ón­ir fyr­ir mjaðmarlið

Fimm­menn­ing­arn­ir sem fóru til Svíþjóðar óskuðu fyrst eft­ir samþykki Sjúkra­trygg­inga Íslands fyr­ir greiðsluþátt­töku í meðferð á Klíník­inni í Ármúla og höfðu Capio Mo­vement til vara. Ekki er samn­ing­ur til staðar milli rík­is­ins og Klíník­ur­inn­ar svo sjúk­ling­arn­ir fóru til Svíþjóðar, en Hjálm­ar Þor­steins­son, bæklun­ar­sk­urðlækn­ir hjá Klíník­inni, starfar líka hjá Capio Mo­vement og gerði aðgerðirn­ar á ein­stak­ling­un­um þar.

Mjaðmarliðsskipti kosta 1.158.462 kr. hjá Klíník­inni, sam­kvæmt verðskrá á heimasíðunni, þar seg­ir enn­frem­ur að Klíník­in fylgi verðskrá Land­spít­al­ans með 5% af­slætti. Hjá Capio Mo­vement kosta mjaðmarliðsskipti um 1,3 m.kr. m.v fimm legu­daga en á Íslandi eru legu­dag­ar einn til tveir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert