Fagna manneskju sem fórnaði öllu

Það var glatt á hjalla hjá Pírötum í kvöld.
Það var glatt á hjalla hjá Pírötum í kvöld. mbl.is/Golli

Píratar hafa fagnað því í kvöld að í morgun var Chelsea Manning látin laus úr fangelsi eftir sjö ára afplánun. Hún var dæmd til fangavistar fyrir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010.

„Hér er búin að vera góð stemning,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata, í samtali við mbl.is. Hann segir að Píratar líti upp til Manning og beri óhemjumikla virðingu fyrir henni.

„Þetta er manneskja sem fórnaði öllu til að upplýsa um skelfilega glæpi sem framdir voru í nafni bandaríska hersins og bandarískrar ríkisstjórnar á saklausum borgurum. Það kennir okkur og minnir á að baráttan fyrir réttindum og réttlæti, henni lýkur aldrei. Það er hart sótt að þessum réttindum. Þess vegna er þetta gleðistund fyrir okkur,“ segir Einar.

Enginn gesta í gleðinni hefur hitt Manning en Einar segir að Píratar vilji bjóða henni til landsins. „Við viljum mjög gjarnan fá hana í heimsókn. Við erum búin að vera að streyma á netinu í kvöld og munum koma þeim skilaboðum til hennar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert