Leynimakk sem var skellt á nemendur og kennara

Menntamálaráðherra afhentar undirskriftirnar.
Menntamálaráðherra afhentar undirskriftirnar. mbl.is/Ófeigur

Hópur nemenda og kennara við Fjölbrautaskólann við Ármúla afhenti Kristjáni Þ. Júlíussyni menntamálaráðherra undirskriftalista í dag þar sem þess er krafist að ráðherra hlusti á röksemdir þeirra sem þekki til starfsemi skólans vegna mögulegrar sameiningar við Tækniskólann.

Mirra Sjöfn Gunnarsdóttir, nemandi við skólann, hóf söfnunina og segir hún að 1.200 undirskriftir hafi safnast. Segir hún að flestir nemendur og kennarar við skólann hafi skrifað undir og fjölmargir nemendur við Tækniskólann og fólk utan skólanna. Hún segist gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við nemendur og kennara vegna málsins. „Þetta er eins og leynimakk sem er skellt á nemendur og kennara síðasta dag fyrir próf,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert