Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð af stað úr fjórðu búðum og hyggst klífa topp Everest núna. Gangan sem eftir er tekur um 10 til 12 klukkustundir. Ef allt gengur að óskum nær hún toppnum í kringum miðnætti.
„Það var fínt í henni hljóðið og hún lét vel af sér. Hún ætti að ná toppnum rúmlega miðnætti en það fer eftir veðri og umferð,“ segir Tomasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu.
Veðrið er gott eins og stendur. Veðurglugginn hefur verið þröngur undanfarið. Flestir hóparnir stefna að því að ná toppi 21. til 25. maí.
Þetta er í þriðja sinn sem Vilborg Arna reynir að komast upp á topp Everest. Hún reyndi síðast árið 2015 og 2016.
Everest-fjall er 8.848 metra hátt.