Vilborg sneri við vegna veðurs

Everest-fjall.
Everest-fjall. Ljósmynd/Vilborg Arna

Vilborg Arna Gissurardóttir hefur þurft að snúa við á leið sinni upp á tind Everest-fjalls. Hún er nú aftur komin í fjórðu búðir fjallsins en hún varð frá að hverfa sökum veðurs.

Tomasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu, segir í samtali við mbl.is, að vindar hafi verið óhagstæðir og því hafi hún ákveðið að snúa til baka.

Veðurglugginn til að komast á tindinn er mjög þröngur og nú er að bíða færis og sjá hvort hún geri aðra tilraun til að komast á tindinn í nótt eða þá á morgun ef veður leyfir. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um framhaldið að svo stöddu.

Vilborg lagði af stað á tindinn frá fjórðu búðunum síðdegis í dag að íslenskum tíma. Nú á öðrum tímanum í nótt varð ljóst að hún þurfti að snúa við vegna veðurs.

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. Ljósmynd/Vilborg Arna/Instagran
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka