Stendur við hækkun virðisaukaskatts

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsáðherra, ætlar að standa við áform sín um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna.

Í samtali við Rúv segir hann að öll sanngirnisrök hnígi að því að sami virðisaukaskattur verði á ferðaþjónustu og aðrar greinar hér innanlands.

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt til að hækkun virðisaukaskattsins verði frestað og að komugjöld verði mögulega tekin upp í staðinn.

Benedikt segist ætla að fara yfir málið með þingmönnum og vonar að þingmeirihluti verði fyrir hækkun skattsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka