Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Vilborgu Örnu Gissurardóttur í dag hamingjuóskir með að ná því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna.
Í kveðju sinni segir forseti meðal annars „að með þessu mikla afreki hafi Vilborg Arna sýnt í verki hverju hægt sé að áorka með því að setja sér markmið og gefast ekki upp þótt á brattann sé að sækja. Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd.“