Vilborg komin í grunnbúðirnar

Vilborg á toppi Everest.
Vilborg á toppi Everest. Ljósmynd/Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir, sem er sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest-fjalls, er komin niður í grunnbúðirnar en hún komst á tindinn aðfaranótt sunnudagsins.

Verkefnið núna er að slaka aðeins á og hvíla sig áður en haldið er áfram niður fjallið. Ætlunin er að taka því rólega það sem eftir er af leiðinni.

Vilborg heldur síðan til Katmandú, höfuðborgar Nepals, á morgun.

Ljósmynd/Vilborg Arna Gissurardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka