„Vitlaust að gera“ á Hrauninu

Á Litla-Hrauni eru allar bílnúmeraplötur landsins framleiddar.
Á Litla-Hrauni eru allar bílnúmeraplötur landsins framleiddar. ljósmynd/Fangelsismálastofnun

Fang­ar á Litla-Hrauni hafa vart haft und­an við bíl­núm­era­fram­leiðslu síðustu vik­ur, en spreng­ing hef­ur orðið í fram­leiðslunni. Á Litla-Hrauni eru all­ar bíl­núm­era­plöt­ur lands­ins fram­leidd­ar en tveir til þrír fang­ar starfa að jafnaði við fram­leiðsluna í einu.

„Menn hafa unnið yf­ir­vinnu og all­ir sem mögu­lega geta komið að þessu gera það, hvort sem það eru fang­ar eða fanga­verðir,“ seg­ir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri.

10 þúsund núm­er í maí

Stærsta árið frá upp­hafi fram­leiðslunn­ar var árið 2007 þegar fram­leidd voru 70.430 núm­er. Þetta árið eru góðar lík­ur á að metið verði slegið en það sem af er ári hafa verið fram­leidd tæp­lega 38 þúsund bíl­núm­er, þar af tæp­lega 10 þúsund núm­er í maí­mánuði. Til sam­an­b­urðar má benda á að allt árið 2009 voru fram­leidd 15 þúsund núm­er og í fyrra, árið 2016, voru þau 69 þúsund.

„Það kom einn dag­ur núna í maí þar sem voru fram­leidd­ar 2.000 plöt­ur. Þá er vit­laust að gera,“ seg­ir Páll, en setja þarf hvern staf fyr­ir sig í pressu og stimpla svo. „Tíu þúsund plöt­ur á ein­um mánuði er eitt­hvað sem við höf­um aldrei séð áður.“

Mikið hefur verið að gera í bílnúmeraframleiðslunni að undanförnu.
Mikið hef­ur verið að gera í bíl­núm­era­fram­leiðslunni að und­an­förnu. Ljós­mynd/​Fang­els­is­mála­stofn­un

Ekki ólík þróun og upp til árs­ins 2008

En er þetta merki um að það sé von á hruni? „Það er nú al­deil­is ekki vís­inda­lega kannað hjá okk­ur en við erum með skemu þar sem menn sjá hvernig þró­un­in var upp til árs­ins 2008 og hún er ekki ólík núna,“ seg­ir Páll.

Hann seg­ist þó al­sæll með fjölda pant­ana enda sé þetta at­vinnu­skap­andi fyr­ir fanga fang­els­is­ins. „Menn skipta þessu niður á milli sín og svo er unnið myrkr­anna á milli. Við erum al­sæl með þetta á meðan svona geng­ur,“ seg­ir hann.

Hver sem er get­ur pantað plöt­ur

Auk venju­legra bíl­núm­eraplatna eru fram­leidd einka­núm­er og hvers kyns önn­ur núm­er, en hver sem er get­ur pantað sér­út­búna núm­era­plötu. „Við tök­um bara við pönt­un­um og þolum al­veg meiri þenslu,“ seg­ir Páll.

Lang­stærst­an hluta seg­ir hann vera bíl­núm­era­plöt­ur en sér­p­ant­an­ir hafi þó verið að aukast. Þá séu fleiri vör­ur fram­leidd­ar á Litla-Hrauni en þar er m.a. full­mótað tré­verk­stæði og stál­smíði. „Hér eru til dæm­is fram­leidd fugla­hús og garðbekk­ir svo eitt­hvað sé nefnt,“ seg­ir Páll að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka