Andlát: Halldór Þorsteinsson

Halldór Þorsteinsson
Halldór Þorsteinsson

Halldór Þorsteinsson, tungumálakennari og bókavörður, lést 15. maí síðastliðinn, á 96. aldursári.

Halldór fæddist 18. maí 1921 í Bakkagerði í Borgarfirði eystra og ólst upp þar og á Akureyri. Foreldrar hans voru Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri og kona hans, Sigurjóna Jakobsdóttir húsfreyja.

Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og nam við Kaliforníuháskóla og Sorbonne í París. Að námi loknu kenndi hann við ýmsa skóla í Reykjavík og var síðan bókavörður við Landsbókasafn í nærri fjóra áratugi. Hann stofnaði Málaskóla Halldórs árið 1953 og rak hann í rúma fimm áratugi. Hann starfaði einnig sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna um landið.

Halldór skrifaði um listir fyrir blöð fyrr á árum, aðallega leiklist. Hann skrifaði lengi greinar í Morgunblaðið um málefni líðandi stundar og ýmis áhugamál sín.

Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Andrea Elísabet Oddsteinsdóttir úr Vestmannaeyjum. Þau giftu sig á árinu 1955. Sonur þeirra er Gnúpur Halldórsson.

Halldór tók virkan þátt í félagsmálum. Var meðal annars um tíma í stjórn Félags eldri borgara og aðgerðarhópi aldraðra og í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar.

Útför hans hefur farið fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka