Grímur Grímsson til Europol

Grímur Grímsson fer til Europol á næsta ári.
Grímur Grímsson fer til Europol á næsta ári. mbl.is/Golli

Grímur Grímsson mun láta af störfum yfirmanns miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1. apríl á næsta ári. 

Hann mun taka við starfi tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Starfsstöð Gríms verður í Hollandi og tekur hann við af Karli Steinari Valssyni sem hefur aftur störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í samtali við Fréttablaðið segist hann geta verið úti í þrjú ár með möguleika á eins árs framlengingu. 

Grímur vakti mikla athygli hérlendis er hann stjórnaði rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka