Yngvi hættir sem rektor Lærða skólans

Yngvi hélt sína síðustu útskriftarræðu sem rektor MR í dag.
Yngvi hélt sína síðustu útskriftarræðu sem rektor MR í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yngvi Pét­urs­son, rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík, hélt í dag sína síðustu út­skrift­ar­ræðu sem rektor skól­ans. Staðfesti hann þetta á skóla­slit­um mennta­skól­ans. Í ræðunni vék hann að stytt­ingu fram­halds­skól­anna en hann hef­ur verið afar and­snú­inn henni. Í ávarpi sínu til ný­stúd­enta hvatti Yngvi nem­end­ur til ham­ingju­leit­ar.

Yngvi tók við starfi sínu sem rektor árið 2001 en áður hafði hann sinnt störf­um kon­rektors skól­ans. Hann hef­ur þó alls starfað við skól­ann í 45 ár en hann hóf störf sem kenn­ari við Mennta­skól­ann í Reykja­vík árið 1972. Þrátt fyr­ir að láta nú af starfi sem rektor hyggst Yngvi hins veg­ar halda áfram kennslu.

Bú­inn að berj­ast eins og hann gat

„Ég er nú að verða háaldraður en það má segja að megin­á­stæðan fyr­ir því að ég tók þessa ákvörðun hafi verið sú að mér finnst ég vera bú­inn að berj­ast eins og ég get og leggja alla mína krafta í þessi tvö mál sem ég hef bar­ist fyr­ir,“ seg­ir Yngvi í sam­tali við mbl.is, og á þar við bar­áttu fyr­ir bætt­um húsa­kosti skól­ans og gegn stytt­ing­unni.

Seg­ir hann það miður að hafa ekki náð þess­um mál­um í gegn en er vongóður um að í hans sæti komi kraft­meiri ein­stak­ling­ur sem geti fylgt mál­un­um eft­ir. „Ég hef fundið mik­inn sam­hljóm hjá nem­end­um og kenn­ur­um skól­ans um þessi mál,“ seg­ir hann.

Frá útskriftinni í dag.
Frá út­skrift­inni í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bar­átt­an við rík­is­valdið skól­an­um erfið

Í út­skrift­ar­ræðu sinni í dag sagði Yngvi frá erfiðri bar­áttu skól­ans við yf­ir­völd um svig­rúm til þess að tryggja nem­end­um áfram fjöl­breytta og góða mennt­un og góðan und­ir­bún­ing til náms á há­skóla­stigi. Sagði hann svo frá þeim þreng­ing­um sem skól­inn hef­ur staðið frammi fyr­ir varðandi stytt­ingu náms til stúd­ents­prófs úr fjór­um árum í þrjú.

Ný­nem­ar skól­ans hófu síðastliðið haust nám í sam­ræmi við nýtt þriggja ára náms­kerfi. Yngvi sagði þetta afar vanda­samt. „Þriggja ára kerf­inu fylg­ir aukið álag vegna auk­inn­ar tíma­sókn­ar og kem­ur skerðing­in niður á breidd náms­ins. Það er vand­séð hvernig nem­end­ur geta sam­hliða því að stunda þetta krefj­andi nám tekið áfram þátt í tóm­stund­a­starfi, íþrótt­a­starfi eða stundað list­nám,“ sagði Yngvi.

For­svars­menn skól­ans hafi lagt fram til­lögu til að mæta þess­um vanda. „Þrátt fyr­ir mjög góðar und­ir­tekt­ir borg­ar­yf­ir­valda vildi rík­is­valdið ekki taka und­ir þessa lausn­ar­til­lögu okk­ar og það hrygg­ir mig óneit­an­lega að horf­ast í augu við þá staðreynd að þetta sé nú full­reynt,“ sagði Yngvi.

Hagræðing­in get­ur reynst dýr­keypt

Yngvi seg­ist nú binda von­ir sín­ar við nýja vald­hafa lands­ins. „Það er von mín að nýju vald­haf­arn­ir sem tóku við stjórn­artaum­um lands­ins í vet­ur geri sér bet­ur grein fyr­ir mik­il­vægi mennt­un­ar unga fólks­ins okk­ar en for­ver­ar þeirra gerðu.“

Yngvi sagði að lok­um að hag­ur nem­enda þurfi að njóta for­gangs í ákvörðunum um mennta­mál. Stjórn­völd þurfi að hætta að ein­blína ein­ung­is á hagræðing­ar í rekstri mennta­kerf­is­ins. „Slík­ur sparnaður mun nokkuð ör­ugg­lega á end­an­um reyn­ast okk­ur dýr­keypt­ur,“ sagði rektor.

Frá­bær­ir nem­end­ur standa upp úr

En hvað stend­ur upp úr eft­ir árin 16 sem rektor? „Það sem stend­ur upp úr hjá mér eru nem­end­ur. Frá­bær­ir nem­end­ur,“ seg­ir Yngvi. „Það hef­ur verið sér­stak­lega ynd­is­legt að hafa þessa nem­end­ur. Þeir eru svo efni­leg­ir og hafa lagt svo mikið á sig til að ná sín­um ár­angri.“

Hann mun þó ekki kveðja nem­end­urna fyr­ir fullt og allt enda mun hann áfram sinna kennslu eins og fram hef­ur komið. „Ég er bara að skipta um hæð,“ seg­ir hann að lok­um og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert