Vilborgu Örnu fagnað í Leifsstöð

Vilborg kom til landsins í kvöld ásamt kærasta sínum Tómaszi …
Vilborg kom til landsins í kvöld ásamt kærasta sínum Tómaszi Þór. mbl.is/Ófeigur

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir Ev­erest-fari kom til lands­ins nú í kvöld, en hún komst á topp­inn aðfaranótt 21. maí. Tóm­asz Þór Veru­son, kær­asti Vil­borg­ar Örnu, fór út til Amster­dam og tók á móti henni þar í dag, en fjöl­skylda og vin­ir mættu á Kefla­vík­ur­flug­völl og fögnuðu heim­komu henn­ar nú í kvöld.

„Takk, ég veit ekki hvað ég á að segja nema takk,“ sagði Vil­borg eft­ir að hafa faðmað for­eldra sína sem voru meðal þeirra sem mættu út á flug­stöð. Fjöl­mörg gleðitár komu fram og mikið var um hlát­ur hjá Vil­borgu og þeim sem tóku á móti henni.

Sögðu vin­ir henn­ar í gam­an­söm­um tón að nú væri hún kom­in heim og færi von­andi ekki út á ný, alla vega ekki al­veg strax.

Vil­borg Arna varð sjö­undi Íslend­ing­ur­inn sem náði að kom­ast á topp fjalls­ins og fyrsta kon­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert