Jónína tók sæti á Alþingi

Jónína E. Arnardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jónína E. Arnardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Jónína E. Arnardóttir

Jónína E. Arnardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók sæti á Alþingi í dag í forföllum Haraldar Benediktssonar, þingmanns flokksins.

Jónína starfar sem píanóleikari og tónlistarkennari í Borgarbyggð og á sæti í sveitarstjórn sveitarfélagsins og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hún lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2011 og hefur einnig lokið námi sem leiðsögumaður. Þá er hún með burtfarar- og píanókennarpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í píanóleik í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert