Forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa í dag sent Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna, sameiginlegt bréf þar sem hann er hvattur til að standa við Parísarsamkomulagið í loftlagsmálum sem leiðtogar heims sameinuðust um í París í desember árið 2015.
Í bréfinu er, að því er segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu, lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftlagsbreytinga og er forsetinn hvattur til að vera leiðandi í þeirri vegferð.