Marple-málið 2.0 hefst í næstu viku

Frá Marple-málinu í héraðsdómi.
Frá Marple-málinu í héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalmeðferð í annað skiptið í Marple-málinu svokallaða hefst í næstu viku og mun taka fimm daga, en það er jafn langt og aðalmeðferðin tók í fyrra skiptið. Málið var upphaflega flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í september árið 2015 og féll dómur í október sama ár. 

Aðalmeðferðin hefst 8. júní og samkvæmt áætlun fara skýrslutökur fram til mánudagsins 12. júní. 13.-14. júní mun svo málflutningur ákæruvalds og verjenda fara fram. 

Í héraði var Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, dæmd­ur í sex mánaða fang­elsi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­um banka­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og Skúli Þor­valds­son fjár­fest­ir var dæmd­ur í sex mánuði. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­um fjár­mála­stjóri bank­ans var sýknuð af öll­um ákær­um. Hæstiréttur ógilti síðar niðurstöðu héraðsdóms í málinu og vísað því aftur í hérað.

Vísaði rétt­ur­inn til þess að sér­fróðan meðdóms­mann í mál­inu brysti hæfi, einkum vegna um­mæla og at­hafna á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann lýsti ein­dreg­inni af­stöðu sinni um mál­efni bank­ans og stjórn­enda hans.

Símon Sigvaldsson héraðsdómari er dómsformaður málsins eins og við fyrri umferð þess en Kristrún Kristinsdóttir verður meðdómari og Jón Hreinsson sérfróður meðdómari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka