Dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik

Ein­ar Ágústs­son, for­svarsmaður fé­lags­ins var ákærður fyr­ir stór­felld fjár­svik með …
Ein­ar Ágústs­son, for­svarsmaður fé­lags­ins var ákærður fyr­ir stór­felld fjár­svik með því að hafa blekkt fólk um að Skaj­aquoda væri fjár­fest­inga­sjóður. Mbl.is/Styrmir Kári

Karlmaður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik og dæmdur í fangelsi í þrjú ár og níu mánuði. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Fréttavefurinn Vísir.is greindi frá málinu.

Frétt mbl.is: Ákærður fyrir 74 milljóna fjársvik

Maðurinn, Einar Ágústsson, var ákærður fyrir að hafa fengið fjóra einstaklinga og félag til þess að greiða sér samtals 74 milljónir króna sem áttu að renna inn í fjárfestingafélag í Bandaríkjunum. Peningana nýtti hann hins vegar samkvæmt ákæru í eigin þágu.

Þrotabú félagsins Skajaquoda ehf., sem Einar stýrði, var enn fremur dæmt til þess að þola upptöku á 74 milljónum króna sem nýttar verða til þess að greiða miskabætur.

mbl.is/ÞÖK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert