Harpan verður græn til að mótmæla Trump

Ráðhús Parísar hefur einnig verið lýst upp í grænu í …
Ráðhús Parísar hefur einnig verið lýst upp í grænu í mótmælaskyni við ákvörðun Trumps. AFP

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sammæltust í dag um að baða tónlistarhúsið Hörpu grænum lit til að mótmæla þeirri ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Græna litnum er ætlað að undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Víða um heim hafa byggingar verið lýstar upp í grænum lit til að mótmæla þessum áformum Trump.

Í yfirlýsingu frá umhverfisráðherra og borgarstjóra segir að þau harmi  „að Donald Trump hafi dregið Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum svokallaða sem gengur út á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma þar með stigu við loftslagsbreytingum.“

 Almenningur, vísindamenn, fyrirtæki, borgir og þjóðir um allan heim hafa mótmælt þessum fyrirætlunum forsetans.

Ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, lét lýsa upp One World …
Ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, lét lýsa upp One World Trade Center bygginguna í mótmælaskyni við ákvörðun Trumps. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert