Aldrei mátt aumt sjá

Eyjólfur Magnússon Scheving.
Eyjólfur Magnússon Scheving. Ófeigur Lýðsson

„Ég var alltaf á móti ýms­um þeim leiðum sem fólki þótti sjálfsagt að nota í þá daga og talaði til að mynda mikið á móti því að senda þá drengi sem áttu erfitt með nám eitt­hvert langt í burtu. Það var alltaf verið að senda þá út og suður,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Magnús­son Scheving kenn­ari sem hef­ur alla ævi boðið þeim sem minna mega sín hjálp; ung­um sem öldn­um og það inni á eig­in heim­ili.

Viðtal við Eyj­ólf birt­ist í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sem kem­ur út um helg­ina en segja má að Eyj­ólf­ur sé ein af hvunndags­hetj­um sam­fé­lags­ins. Sem ung­ur kenn­ari tók hann „vand­ræðadreng­ina“, sem skól­arn­ir ráku og eng­inn vildi sök­um ein­hvers kon­ar vand­ræða, heim til sín í kennslu eft­ir að venju­leg­um vinnu­degi lauk. Síðar á æv­inni stofnaði hann mann­rækt­ar­sam­tök­in Hönd­ina, sem hafa stigið inn í erfiðar aðstæður fólks, ein­stak­linga sem yf­ir­leitt eiga fáa að, og leyst úr erfiðum verk­efn­um.

Ég var mikið á móti Breiðavík og satt best að segja hrekk ég alltaf í kút þegar talað er um þessi aga­vand­mál í skól­um. Ég tók þessa drengi bara heim til mín þar sem við bjugg­um í Reyni­grund í Kópa­vogi, eft­ir skóla og heil­an kennslu­dag. Ég vildi það frek­ar en þeir lentu ein­hvers staðar og ein­hvers staðar, úti á landi eða í Efsta­sundi, hafði vonda til­finn­ingu fyr­ir því. Enda kom síðar á dag­inn að þar voru ung­ling­arn­ir bundn­ir með lím­bandi. Þess­ir strák­ar sem ég fékk til mín eru meira og minna all­ir vin­ir mín­ir í dag,“ seg­ir Eyj­ólf­ur, sem hef­ur einnig aðstoðað suma þeirra eft­ir að þeir urðu full­orðnir.

Það var fræðslu­skrif­stofa Reykja­nesum­dæm­is sem bað Eyj­ólf um að taka börn heim sem þurftu aðstoð og árið 1986 fór hann fyrst að fá börn heim til sín í kennslu. Sum barn­anna enduðu á að vera hjá hon­um í mörg ár. Vanda­mál þeirra voru margs kon­ar, sneru að hegðun, sam­skipt­um vímu­efna­neyslu, af­brot­um og námserfiðleik­um. Þess­um börn­um hafði verið vísað úr skóla og sum biðu þess að kom­ast annað. Eyj­ólf­ur og aðferð hans við að ná til barn­anna þótti ein­stök, þar sem skól­un­um hafði gengið það illa.  Um­sagn­ir for­eldra um Eyj­ólf og kennslu hans á þess­um tíma segja líka miklu sögu, en þar kem­ur fram að til Eyj­ólfs hafi dreng­irn­ir altlaf getað leitað, hann hafi unnið traust þeirra og gefið þeim trú á sjálfa sig þegar öll sund virt­ust lokuð.

„Það verður samt að viður­kenn­ast að maður var ekk­ert altlaf vin­sæll hjá kerf­inu þegar maður var að taka þessa ung­linga­hjálp. En skól­arn­ir vildu þá ekki og hvað átti að gera við þá? Það er ekki hægt að snúa baki við börn­um af því að þau eiga í erfiðleik­um. En vissu­lega gat þetta líka reynt á manns eig­in fjöl­skyldu, að þarna var alltaf fullt af fólki, á heim­ili sem ég bjó á með konu minni og þrem­ur börn­um. Þetta gat komið niður á fjöl­skyld­unni þótt maður hafi ekki skilið það sjálf­ur,“ seg­ir Eyj­ólf­ur.

Magnús Scheving, Lata­bæj­ar­frum­kvöðull og at­hafamaður, er eitt þriggja barna Eyj­ólfs af fyrra hjóna­bandi en hin eru Ragna Sól­veig lista­kona og Hjört­ur Már, tölv­un­ar­fræðing­ur. Einnig á Eyj­ólf­ur tvö stjúp­börn, Hall­björn Eðvarð kokk og Fjólu sem er sér­fræðing­ur hjá VR. Eig­in­kona Eyj­ólfs í dag er Helga Hall­björns­dótt­ir. Þau kynnt­ist í gegn­um mannúðar- og mann­rækt­ar­sam­tök sem Eyj­ólf­ur stofnaði árið 2005 og nefn­ist Hönd­in.

Sam­tök­in urðu fyrst of fremst vett­vang­ur fólks til sjálfs­styrk­ing­ar og sam­hjálp­ar þar sem fólk fet­ar fyrstu skref sín til nýs lífs eft­ir ýmis áföll, þar sem það er bæði aðstoðað við að byggja upp fé­lags­lega færni og at­vinnuþátt­töku. Verk­efn­in á þess­um 12 árum hafi verið margskon­ar og eig­in­lega eng­in tvö eins. Sjálfstyrk­ing­ar­fund­ir í Áskirkju og göngu­hóp­ar hafa verið fast­ur liður og boðið er upp á heim­sókn­ir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana. Þess­ar heim­sókn­ir hafa talið nokk­ur hundruð á ári, en á heim­ili þeirra Eyj­ólfs og Helgu hafa borist sím­töl frá skjól­stæðing­um Hand­ar­inn­ar, mörg á dag. Helga er formaður Hand­ar­inn­ar í dag og hef­ur séð um fyr­ir­spurn­ir og svör, sem eru um 2.000 á ári. Þau hafa tekið á móti skjól­stæðing­um sín­um á heim­ili síu, í Áskirkju og á heim­il­um fólks sem treyst­ir sér ekki til að fara út í bæ og heim­sótt það á sjúkra­hús. Oft snýr hjálp­in að flókn­um lögrétt­inda­mál­um, hús­næði og at­vinnu hafa starfs­menn Hand­ar­inn­ar stigið inn í ótrú­lega flókn­ar og erfiðar aðstæður en þessi þjón­usta hef­ur alla tíð verið ókeyp­is. Hönd­in hef­ur hlotið ýms­ar viður­kenn­ing­ar svo sem Sam­fé­lags­verðlaun Frétta­blaðsins.

„Yfir það heila höf­um verið mikið verið að berj­ast fyr­ir fólk sem á fáa sem enga að. Ég hef verið í jaðraför skjól­stæðings þar sem aðeins fjór­ir voru viðstadd­ir. Þess vegna hafa verk­efn­in oft verið mjög per­sónu­leg,“ seg­ir Eyj­ólf­ur en seg­ir einnig að þessa dag­ana sé hann eins og stung­inn í hjart­astað.

„Við feng­um eina millj­ón í styrk frá rík­inu, sem dug­ar ekki til und­ir­stöðukostnaðar til að halda Hend­inni gang­andi. Þetta er mik­ill mun­ur frá því sem hef­ur áður verið, þar sem við höf­um til dæm­is fengið styrk upp á 3,5 millj­ón­ir sem hef­ur dugað til að halda þessu gang­andi. Þetta eru afar flók­in verk­efni og ólík þar sem við erum að sinna verk­efn­um sem marg­ir veigra sér við að stíga inn í,“ seg­ir Eyj­ólf­ur en nán­ar má lesa um starf Hand­ar­inn­ar og merk­an kennslu­fer­il Eyj­ólfs í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert