Vilborg Arna Gissurardóttir birti mynd af sér á Instagram sem sýnir hana á toppi Everest í ekki verri félagsskap en með Gísla á Uppsölum. Vilborg Arna segir þar að hún hafi haft bókina með sér á Suðurpólinn og á alla tindana sjö.
„Mér fannst hann ekki fá sömu tækifæri og önnur börn af hans kynslóð sem gerðu grín að honum vegna erfiðleika hans við að tjá sig með sama hætti og aðrir. Hann varð því einangraður frá samfélaginu með tímanum og fór aldrei út úr dalnum sem hann bjó í,“ segir Vilborg í færslu með myndinni.
Draumur Gísla hafi verið að mennta sig og ferðast „ og það var með þetta í huga sem ég tók með bókina með sögum hans og nú erum við búin að ferðast saman um heiminn og höfum jafnvel notið útsýnisins af hæsta punkti jarðar.“