Ráðist á Íslending í Búlgaríu

Verslunarskóli Íslands
Verslunarskóli Íslands mbl.is/ Árni Sæberg

Íslensk stúlka varð fyrir kynferðislegri árás í Búlgaríu í síðustu viku, en hún var þar á vegum hóps útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Heimildir Morgunblaðsins herma að árásarmaðurinn hafi verið erlendur og ekki hluti hópsins.

Hópurinn dvelur í námunda við sólarströndina Sunny Beach, nærri borginni Burgas, og var ferðin skipulögð af ferðaskrifstofunni Tripical.

Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að honum hefði orðið kunnugt um málið í gær. Skólinn hefði þó óljósar upplýsingar um atvikið í ljósi þess að ferðin væri á vegum útskriftarnemanna sjálfra og því væru engir starfsmenn skólans með í för.

Ekki fengust upplýsingar í gærkvöldi um það hvort íslensk lögregluyfirvöld hefðu komið að rannsókn málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert