Segir Stöð 2 brjóta á heiðursrétti

Lífs-myndirnar skörtuðu tveimur af efnilegustu grínleikurum þjóðarinnar, þeim Eggerti Þorleifssyni …
Lífs-myndirnar skörtuðu tveimur af efnilegustu grínleikurum þjóðarinnar, þeim Eggerti Þorleifssyni og Karli Ágústi Úlfssyni í hlutverkum Þórs og Danna. Mynd úr safni.

Boðuð sjón­varps­sýn­ing Stöðvar 2 á hinum svo­kölluðu Lífs-mynd­um (Nýtt líf, Dala­líf og Löggu­líf), fel­ur í sér mjög gróft brot á heiðurs­rétti höf­und­ar. Þetta seg­ir leik­stjóri mynd­anna, Þrá­inn Bertels­son.

Sam­kvæmt dag­skrá stöðvar­inn­ar fyr­ir laug­ar­dag­inn og þjóðhátíðardag­inn 17. júní verða mynd­irn­ar sýnd­ar í röð hver á eft­ir ann­arri frá klukk­an 19.10 til 23.40. Skrif­ar Þrá­inn á síðu sína að ánægju­legt sé að sjá að mynd­irn­ar skuli enn vera tald­ar boðlegt dag­skrárefni að kvöldi þjóðhátíðardags­ins.

„Þess­ar mynd­ir hafa orðið líf­seig­ari og vin­sælli held­ur en mig nokk­urn tím­ann óraði fyr­ir og var ég þó með bjart­sýnni mönn­um á þeim árum sem þær voru gerðar,“ skrif­ar Þrá­inn.

„Hitt er verra að þessi boðaða sjón­varps­sýn­ing er ekki með mínu leyfi og það er skýrt og mjög gróft brot á heiðurs­rétti höf­und­ar að bjóða al­menn­ingi upp á að sjá af­rit af 30 ára göml­um og gatslitn­um sýn­ing­arein­tök­um sem á sín­um tíma þurftu að þola risp­ur og slit á  ferð gegn­um flest­ar kvik­mynda­sýn­inga­vél­ar í kvik­mynda­hús­um lands­ins,“ bæt­ir hann við.

Frá tökum á myndinni Löggulíf.
Frá tök­um á mynd­inni Löggu­líf. Mynd úr safni.

Seg­ir hann þá eng­an vafa leika á því að Nýtt líf ehf. og hann sjálf­ur eigi ein­vörðungu rétt til ein­taka­gerðar af upp­runa­legu filmun­um. Fram­koma Senu hf., sem selt hafi „hálfri þjóðinni“ DVD-ein­tök af mynd­un­um, gerðum eft­ir forn­um bíó­sýn­ing­arein­tök­um, „sem fyr­ir­tækið komst yfir ásamt fleiri mynd­um við gjaldþrot mér óviðkom­andi aðila í kvik­mynda­brans­an­um hef­ur verið ótrú­lega hrá­slaga­leg og batnaði því miður ekki þegar þetta fyr­ir­tæki skipti um kenni­tölu,“ full­yrðir Þrá­inn svo.

Að lok­um seg­ir hann sýn­ing­una ekki aðeins sýna „full­komna fyr­ir­litn­ingu á höf­und­ar­rétti, heiðurs­rétti og ís­lenskri kvik­mynda­gerð“, held­ur einnig á rétti ís­lenskra áhorf­enda til fag­legra vinnu­bragða „af hálfu þeirra sem bera þess­ar mynd­leif­ar á borð“. Íslensk kvik­mynda­gerð eigi betra skilið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka