Undrandi á vopnaburði lögreglu

Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík.
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar í Reykjavík, kveðst undrandi yfir því að borgarfulltrúar heyri fyrst um það í fjölmiðlum að vopnum búin sérsveit lögreglunnar hyggist standa vaktina á fjölmennum viðburðum í borginni í sumar. Vísar hún þar sérstaklega til tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní, sem hvoru tveggja séu viðburðir sem borgin þarf að veita leyfi fyrir.

Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan eigi ekki að bera vopn og mér finnst eðlilegt að skoða hvernig borgin geti haft áhrif á það t.d. í gegnum lögreglusamþykkt Reykjavíkur,“ skrifar Líf meðal annars.

Í gær kallaði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, eftir því að fundað yrði um vopnaburð lögreglu í allsherjar- og menntamálanefnd. Óskaði hann þar meðal annars eftir því að borgarfulltrúar yrðu boðaðir á fundinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, hyggst svara kalli Andrésar og boða til nefndarfundar á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert