Ekki til nógu margir heilsugæslulæknar

Starfsemi heilsugæslustöðva raskast yfir sumartímann því ekki er hægt að …
Starfsemi heilsugæslustöðva raskast yfir sumartímann því ekki er hægt að manna stöður. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki fást lækn­ar til að manna af­leys­ing­ar hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu meðan á sum­ar­leyf­um stend­ur. Ástæðan er sú að það eru ein­fald­lega ekki til heilsu­gæslu­lækn­ar til að manna þess­ar stöður. Þetta seg­ir Svan­hvít Jak­obs­dótt­ir, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt er sam­drátt­ur yfir sum­ar­tím­ann. Við náum ekki að ráða fyr­ir þá lækna fyr­ir sem eru í sum­ar­leyfi. Við reyn­um þó að gæta þess að það séu nógu marg­ir inni hverju sinni og hög­um sum­ar­leyf­is­mál­um þannig að sem minnst rösk­un verði af. Auðvitað verður alltaf ein­hver rösk­un, en það eru ekki til lækn­ar til að manna af­leys­ing­ar. Það er staðreynd­in,“ seg­ir Svan­hvít í sam­tali við mbl.is.

Kom­um mun fjölga á heilsu­gæsl­una

Þann 1. maí síðastliðinn var tekið upp nýtt greiðsluþátt­töku- og til­vís­ana­kerfi sjúk­linga, en breyt­ing­arn­ar hafa meðal ann­ars í för með sér auk­inn kostnað við heim­sókn­ir barna á aldr­in­um 2 til 18 ára, til sér­fræðilækna, hafi þau ekki til­vís­un frá heim­il­is­lækni. Aukn­ing get­ur verið á bil­inu 125 til 350 pró­sent. Með til­vís­un er þjón­ust­an hins veg­ar gjald­frjáls. Mark­miðið með nýja kerf­inu er að gera heilsu­gæsl­una að fyrsta viðkomu­stað sjúk­linga í heil­brigðis­kerf­inu. Eðli máls­ins sam­kvæmt mun kom­um á heilsu­gæsl­una fjölga, enda það til­gang­ur­inn með breyt­ing­un­um.

Meta þarf hvort nógu margir læknar eru starfandi innan heilsugsækunnar …
Meta þarf hvort nógu marg­ir lækn­ar eru starf­andi inn­an heilsug­sæk­unn­ar til að anna fjölg­un sjúk­linga. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir

Bú­ast má við því að for­eldr­ar leiti í aukn­um mæli til heilsu­gæsl­unn­ar með börn sín, í stað þess að fara beint til barna­lækna, sem telj­ast til sér­fræðilækna, enda ekki á færi allra að greiða hærra gjald fyr­ir lækn­isþjón­ustu. Börn und­ir 18 ára aldri greiða hins veg­ar ekki komu­gjald á heilsu­gæslu­stöðvum.

Svan­hvít seg­ir ekki hægt að meta áhrif breyt­inga kerf­is­ins strax, bæði vegna þess hve skamm­ur tími er liðinn síðan þær tóku gildi og vegna sum­ar­leyfa sem hóf­ust fljót­lega í kjöl­farið. Það sem snýr að þeim hafi þó gengið nokkuð snurðulaust fyr­ir sig fram að þessu. „Í sjálfu sér hef­ur þetta gengið ágæt­lega og eng­in sér­stök at­vik komið upp. Í upp­hafi komu fjöl­mörg sím­töl og fyr­ir­spurn­ir og ákveðinn mis­skiln­ing­ur sem var í gangi. Síðan verður tím­inn að leiða í ljós hversu mik­il aukn­ing verður.“

Hún bend­ir á að það séu alltaf breytt­ar aðstæður yfir sum­ar­tím­ann og það sé því ekki eins­dæmi nú að ekki fá­ist mann­skap­ur í af­leys­ing­ar. Það sé ekki hægt að tengja það við aukið álag vegna breyt­inga á kerf­inu, enda hafi áhrif­in enn ekki komið fram að ráði.

Þarf að meta hvort lækn­ar eru nógu marg­ir

Svan­hvít vill þó ekki meina að ófremd­ar­ástand geti skap­ast á heilsu­gæslu­stöðvum í sum­ar, enda sé aðgengið þokka­legt víða. „Það geta auðvitað verið mis­mun­andi aðstæður eft­ir heilsu­gæslu­stöðvum, hvað varðar mönn­un og fleira en ég veit að það er ágætt aðgengi að sum­um stöðvum.“

Hvernig heilsu­gæslu­stöðvarn­ar munu tak­ast á við aukið álag, sem óhjá­kvæmi­lega er bú­ist við þegar áhrif breyt­ing­anna koma bet­ur fram, seg­ir Svan­hvít tím­inn verða að leiða það í ljós.

Ríkisendurskoðun telur að heilsugæslan standi ekki að öllu leyti undir …
Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að heilsu­gæsl­an standi ekki að öllu leyti und­ir því mark­miði að vera fyrsti viðkomu­staður sjúk­linga. Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son

En eru nógu marg­ir lækn­ar inn­an heilsu­gæsl­unn­ar og nógu mik­il end­ur­nýj­un í stétt­inni til að tak­ast á við auk­inn fjölda sjúk­linga?

„Við þurf­um að meta það. Reglu­gerðin er þannig að það þarf ekki til­vís­un fyr­ir yngstu börn­in og börn sem eru með umönn­un­ar­mat. Það létt­ir tölu­vert á okk­ur,“ seg­ir Svan­hvít, en for­eldr­ar þeirra barna geta leitað beint til sér­fræðilækna án viðkomu á heilsu­gæslu­stöð.

Það kem­ur hins veg­ar fram í stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­koðunar um Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, frá því í apríl að Heilsu­gæsl­an standi ekki að öllu leyti und­ir því mark­miði að vera fyrsti viðkomu­staður sjúk­linga. Meg­in­á­stæðurn­ar eru van­kant­ar á skipu­lagi heil­brigðis­kerf­is­ins, tak­markaðar fjár­veit­ing­ar til Heilsu­gæsl­unn­ar og skort­ur á aðhaldi með heilsu­gæslu­stöðvun­um. 

Heilsu­gæsl­an gagn­rýndi ákveðna þætti í út­tekt­inni og full­yrti að Rík­is­end­ur­skoðun „hefði mátt kynna sér málið bet­ur“ og í skýrsl­unni væru „álykt­an­ir sem eiga ekki við rök að styðjast og upp­lýs­ing­ar sem eiga ekki leng­ur við.“ Rík­is­end­ur­skoðun taldi um­mæl­in þó grip­in úr lausu lofti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka