Á morgun verður allhvöss suðaustanátt með rigningu, einkum um landið sunnan- og vestanvert og víða hvassviðri vestan til seinnipartinn. Ökutæki sem taka á sig mikinn vind þurfa að fara mjög varlega, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
„Í dag verður ágætis veður á sunnan- og vestanverðu landinu á meðan fyrir norðan og austan er útlit fyrir þungbúið og fremur svalt veður. Á morgun verður allöflug lægð á Grænlandshafi sem mun halda að okkur hvössum vindi og rigningu á meðan mun úrkomuminna verður á Norður- og Austurlandi og hlýnar þar. Áfram suðlæg átt á miðvikudag með bjartasta og hlýjasta veðrinu fyrir norðan, en skýjað og væta á köflum syðra,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Sterkar hviður við fjöll V-til á landinu og einna hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Norðvestan 5-13 m/s, NA-til, hvassast við ströndina, en annars hægari norðlæg átt. Lengst af þungbúið og dálítil væta norðaustan til, en léttir til um sunnan- og vestanvert landið. Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Gengur í suðaustan 8-15 með rigning í nótt, fyrst suðvestan til, en mun hægari og þurrt austan til fram undir hádegi. Minnkandi úrkoma seint á morgun en bætir í vind, einkum um vestanvert landið. Hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast nyrðra.
Á þriðjudag:
Suðaustan 10-15 SV- og V-lands, en annars hægari. Suðaustan 13-20 vestast síðdegis, hvassast á Snæfellsnesi. Rigning en þurrt NA-til fram yfir hádegi. Úrkomuminna um kvöldið. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðan heiða.
Á miðvikudag:
Suðaustan 5-13 og rigning S- og V-lands, en bjart veður NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, mildast NA-til.
Á föstudag:
Norðlæg átt og rigning N- og A-til, en annars stöku skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Norðaustanátt og dálítil rigning NA-til, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast S-lands, en svalast NA-til.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Skýjað að mestu og stöku skúrir, einkum S-lands síðdegis. Hiti 5 til 12 stig, mildast V-lands.