Tafir urðu við Hvalfjarðargöngin

Talsverðar umferðartafir urðu við Hvalfjarðargöngin í kvöld vegna hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon. Ökumaður hafði samband við mbl.is og sagðist hafa þurft að bíða í 45 mínútur eftir því að komast upp úr göngunum vegna keppninnar.

Vakin er athygli á hjólreiðakeppninni, þar sem hjólað er réttsælis hringinn í kringum landið, á vef Vegagerðarinnar og ökumenn hvattir til þess að sýna sérstaka aðgát og tillitsemi þegar svo margt hjólafólk sé á ferðinni.

Hjólað verði að mestu á Hringveginum fyrir utan það að farið sé um Hvalfjörð og á Austurlandi um Öxi en á Suðurlandi frá Selfossi niður í Ölfus og svo um Þrengslin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert