Rimantas á tvö börn hér á landi

Rim­antas Rimkus.
Rim­antas Rimkus. Ljós­mynd/​Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hefur fengið farsíma­gögn sem kynnu að gefa vís­bend­ing­ar um hvar Rim­antas Rimkus er að finna. Ekk­ert hef­ur spurst til Rimantas, sem er 38 ára Lithái, frá því um síðustu mánaðamót.

„Við erum litlu nær en í gær. Við erum að skoða símagögnin og reyna að ákveða næstu skref í dag,“ segir Heim­ir Rík­h­arðsson lög­reglu­full­trúi.

Leitað hefur verið í nágrenni bíls hans sem fannst við Stekkj­ar­bakka en Rimkus hafði búið í bílnum í einhverjar vikur. Að sögn Heimis á Rimantas aðstandendur hér á landi; tvö börn og barnsmóður en hann hefur búið á Íslandi í um það bil tíu ár.

Lögreglan telur nánast útilokað að hann hafi farið úr landi. „Við erum búnir að kanna það og höfum engar upplýsingar um að það hafi gerst.“

Rim­antas er 187 sm á hæð, 74 kg og með dökkt stutt hár. Þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Rim­antas eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 112. Upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi í einka­skila­boðum á Fés­bók­arsíðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert