Frestur til að leggja fram greinargerð

Veittur var frestur til að skila greinargerð til 11. september …
Veittur var frestur til að skila greinargerð til 11. september næstkomandi. mbl.is/Árni Sæberg

Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Veittur var frestur til 11. september næstkomandi.

Sam­kvæmt ákæru máls­ins fékk fé­lagið 574 millj­óna króna lán frá Kaupþingi til kaupa á 812 þúsund hlut­um í bank­an­um í ág­úst 2008. 246 millj­ón­ir fóru til kaup­anna en um 324 millj­ón­ir stóðu eft­ir til frjálsr­ar ráðstöf­un­ar, en Hreiðar var eig­andi fé­lags­ins og stýrði því.

Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu Hreiðars Más um að fá afhent gögn sem sak­sókn­ari aflaði við rann­sókn málsins. Um er að ræða gögn sem ekki hafa verið lögð fram af ákæru­vald­inu. Má leiða að því líkur að verjandi Hreiðars, Hörður Felix Harðarson, hafi viljað fá það á hreint hvort gögnin fengjust afhent áður en hann lyki við greinargerð í málinu. Hún skal hins vegar vera tilbúin eigi síðar en 11. september, þegar hún verður lögð fram fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert