Andlát: Herbert Hriberschek Ágústsson

Herbert Hriberschek Ágústsson.
Herbert Hriberschek Ágústsson.

Her­bert Hri­berschek Ágústs­son hljómlist­armaður lést á Ísa­fold í Garðabæ, 20. júní á 91. ald­ursári.

Her­bert fædd­ist í Mürzzuschlag í Aust­ur­ríki 8. ág­úst 1926 og ólst upp í Graz. For­eldr­ar hans voru Aug­ust Hri­berschek, vél­fræðing­ur og lest­ar­stjóri, og Hil­degard S. Hri­berschek.

Her­bert stundaði tón­list­ar­nám í Graz 1934-1938, við Konservatori­um í Vín 1938-1945 og lauk prófi í fiðlu-, pí­anó- og horn­leik 1945. Hann stundaði fram­halds­nám í horn­leik í í Vín 1946-1948 og í tón­smíðum í Graz.

Her­bert var fyrsti horn­leik­ari í í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1952-1995. Auk þess stundaði hann kennslu í Kefla­vík og Reykja­vík, var skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Kefla­vík­ur og kór­stjóri í Reykja­vík, Hafnar­f­irði og Kefla­vík.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Elísa­bet Guðjohnsen og eiga þau tvö börn.

Útför Her­berts fór fram í kyrrþey 26. júní.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert