Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta mun stíga til hliðar á meðan athugun fer fram á vinnumhverfi samtakanna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna.
Fram kemur í tilkynningunni að stjórn og starfshópur Stígamóta, taki yfirlýsingu kvenna, sem starfað hafa á vettvangi samtakanna alvarlega. Í gær lýstu níu konur því yfir að reynsla þeirra af starfi samtakanna væri sambærileg þeirri sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir lýsi í opnum pistli á Facebook-síðu sinni í síðustu viku.
Mbl.is greindi frá pistlinum en þar sagðist Helga hafa átt í „ofbeldissambandi við Stígamót“. Hún deildi reynslu sinni í kjölfar þess að hún sagði starfi sínu hjá Samtökunum ’78 á lausu eftir aðeins sex mánuði. Hún sagðist hafa verið komin með áfallastreitu á ný og að afleiðingar kynferðisofeldis sem hún varð fyrir hefðu blossað upp. Rakti hún það til reynslu sinnar af starfi Stígamóta.
Stjórn Stígamóta hafði samband við Vinnueftirlitið vegna málsins, sem gaf ráð um ábyrgarð leiðir við að taka á málinu. Farið verður eftir þeim leiðbeiningum og verður meðal annars gerð úttekt á utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta. Vinnustaðasálfræðingur um framkvæma hana.