Skráðu sig óvart úr prófinu

Nemendur lentu ýmist í því að geta ekki skráð sig …
Nemendur lentu ýmist í því að geta ekki skráð sig inn í prófið eða að skrá sig óvart út áður en þeir náðu að klára. mbl.is/Eyþór

Ýmsir tæknilegir erfiðleikar komu upp við samræmd próf 4. og 7. bekkjar í fyrra. Var það í fyrsta sinn sem prófin voru lögð fyrir á rafrænu formi samhliða því sem próftíminn var styttur.

Í úttekt frá Menntamálastofnun kemur fram að almenn ánægja var meðal skólasjórnenda en um 82% þeirra sögðu að hún hafi gengið vel. Þá mátu þau styttan próftíma en þar kom í ljós að þeimi fannst nemendur ekki hafa nægan tíma til þess að leysa úr prófum í stærðfræði.

Algengustu erfiðleikarnir sem nemendur, kennarar og skólastjórnendur fundu fyrir voru innsláttarvillur við innritun í prófin en til þess höfðu nemendur fengið úthlutuðum sérstökum prófkóðum. Tókst þá nemendum ýmist ekki að skrá sig inn eða þurftu til þess aðstoð. 

Í einhverjum tilfellum gerðist það að prófið fraus og neyddist nemandi þá til þess að endurræsa tölvuna og halda áfram þar sem frá var haldið.

Nokkrum dögum fyrir fyrirlögnina kom í ljós að ekki væri mögulegt að rita broddstafi í ritunarþætti íslenskuprófsins vegna uppfæringar á tölvukerfinu. Sérfræðingar Menntamálastofnunar brugðust við með því að hafa broddstafi ekki hluta af mati í ritunarþættinum.

Í stærðfræðiprófinu komu fyrir atvik þar sem innbyggð reiknivél fraus og ekki var hægt að rita neitt í gluggann. Prófið var tvískipt þar sem í örðum hlutanum mátti nota reiknivél og ekki í hinum en nemendur lentu í vandræðum þegar þeir fóru úr öðrum hlutanum yfir í hinn. 

Þá gerðist það að nokkrir nemendur skráðu sig úr prófinu áður en að því lauk, annað hvort viljandi eða að slysni, og reyndi Menntamálastofnun eftir bestu getu að taka tillit til þess við yfirför prófanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert