Vegurinn sé stórhættulegur og óboðlegur

Hvítserkur er frægt kennileiti í Húnafirði vestra.
Hvítserkur er frægt kennileiti í Húnafirði vestra. Árni Torfason

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var bréf frá Jónínu Helgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Ingu Ásbjarnardóttur lagt fram vegna ástands Vatnsnesvegar.  Bréfið var sent íbúum og helstu hagsmunaaðilum á svæðinu og þeir hvattir til að senda inn kvörtun til Vegagerðarinnar. Í fundargerð ráðsins kemur einnig fram að borist hafi bréf um sama mál frá Heimi Ágústssyni, Þóru Þormóðsdóttur, Þormóði Heimissyni og Kristbjörgu S. Birgisdóttur. Feykir fjallar um málið í dag. 

Samkvæmt vef sveitarfélagsins hafa sveitarfélaginu borist margar samskonar kvartanir þar sem íbúar lýsa yfir áhyggjum sínum varðandi stöðu mála á veginum. Þeim athugasemdum hafi síðan ítrekað verið komið áfram til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar og þingmanna kjördæmisins þar sem  skorað var á þá að styðja við íbúa Húnaþings vestra í málinu. Í fundargerð tekur byggðaráð undir áhyggjur íbúa og segir að „ástandið sé fyrir löngu orðið óboðlegt og skapi stórhættu“. Úrbóta sé þörf svo ekki komi til fleiri stórslysa á þessari leið.

Byggðaráð sveitarfélagsins segir veginn vera fólki óboðlegur og stórhættulegur.
Byggðaráð sveitarfélagsins segir veginn vera fólki óboðlegur og stórhættulegur. Kort
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert