Minkum hefur fjölgað mikið í höfuðborginni

Meindýraeyðir segir fjölgun minks vandamál.
Meindýraeyðir segir fjölgun minks vandamál. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Minkum og öðrum meindýrum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands.

„Þetta hefur verið að aukast mikið nýlega á þeim stöðum sem ég hef verið að eitra. Til að mynda hefur verið brjálað að gera hjá mér í því að veiða mýs í húsum hjá fólki sem aldrei hefur orðið vart við músagang.“

Hann telur aukninguna eiga rætur sínar að rekja til góðs veðurfars og fárra frostdaga, að því er fram kemur í umfjöllun um uppgang meindýra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert