Byssumaður metinn ósakhæfur

Skot­in hæfðu mann­lausa bif­reið við hús hans og gler við …
Skot­in hæfðu mann­lausa bif­reið við hús hans og gler við úti­h­urð á nær­liggj­andi íbúð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Karlmaður sem hleypti af fjórum skotum í Nausta­hverfi á Ak­ur­eyri í mars í fyrra var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er metinn ósakhæfur en er gert að sæta læknismeðferð. RÚV greindi fyrst frá.

Lögreglan á Akureyri greindi frá því eftir að maðurinn hleypti skotunum af að hann ætti við and­leg veik­indi að stríða. Hann mun hafa hleypt minnst fjór­um skot­um af hagla­byssu sem hæfðu mann­lausa bif­reið við hús hans og gler við úti­h­urð á nær­liggj­andi íbúð.

Eng­inn slasaðist í skotárás­inni og ekki er talið að at­lag­an hafi beinst gegn nein­um ákveðnum ein­stak­lingi. Hinn hand­tekni hef­ur ekki áður komið við sögu lög­reglu vegna viðlíka mála og er talið víst að veik­indi hans séu ástæða þess hvernig fór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert