Hefur vakið athygli á heimsvísu

Drumbabót. Leifarnar af trjánum standa 20 til 60 sentimetra upp …
Drumbabót. Leifarnar af trjánum standa 20 til 60 sentimetra upp úr sandinum á Þveráreyrum í Fljótshlíð. Ljósmynd/Hrafn Óskarsson

Hópi fræðimanna frá nokkrum löndum hefur tekist að tímasetja með nokkurra mánaða nákvæmni Kötlugos sem varð skömmu fyrir landnám á Íslandi, nánar tiltekið einhvern tímann á tímabilinu frá hausti 822 og fram á vor 823.

Niðurstöður úr rannsókn þeirra hafa nú verið birtar í grein í vísindaritinu Geology, en fyrsti höfundur greinarinnar er Dr. Ulf Büntgen, prófessor við jarðfræðideild Cambridge-háskóla í Englandi.

Hefur skólinn birt frétt um rannsóknina á vefsíðu sinni en hún hefur vakið athygli á heimsvísu vegna þeirrar aðferðafræði sem notuð var við aldursgreininguna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ólafur Eggertsson, jarðfræðingur hjá Skógræktinni og sérfræðingur í árhringjum trjáa, er annar höfundur greinarinnar, en að hans sögn beindu fræðimennirnir fyrst sjónum að Drumbabót á Þveráreyrum í Fljótshlíð fyrir meira en 15 árum síðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert