Segir rekstur hótelsins ekki í uppnámi

Fosshótel í Mývatnssveit.
Fosshótel í Mývatnssveit. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Rekstur nýs hótels við Mývatn er ekki í uppnámi, að sögn Óskars Finnssonar, fram­kvæmdastjóra rekstr­ar­sviðs Íslands­hót­ela. Hótelið, sem var opnað um síðustu helgi, var mögu­lega reist án þess að fram færi nauðsyn­legt um­hverf­is­mat.

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi í dag úr gildi ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um að ekki þyrfti að um­hverf­is­meta hót­elið en aðeins er um ár síðan framkvæmdir við það hófust. Hótelið stendur um 700 metra frá Mývatni.

Óskar vildi lítið tjá sig um málið þegar leitað var viðbragða hjá honum. „Rekstur nýs hótels er ekki í uppnámi,“ sagði Óskar og bætti við að hann myndi ekki tjá sig frekar um málið í dag. Eigendur hótelsins væru að fara yfir úrskurðinn.

Hót­elið er á vernd­ar­svæði Mý­vatns og Laxár og seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­vernd að sam­tök­in muni krefjast taf­ar­lausra aðgerða stjórn­valda til að tryggja megi ýtr­ustu um­hverf­is­vernd vegna starf­semi hót­els­ins, í kjöl­far úr­sk­urðar­ins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert