„Þetta er mjög bagalegt“

Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því …
Skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól í Reykja­vík er biluð og flæða því nú á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út í hafið. mbl.is/Golli

Um­hverf­is­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur seg­ir það mjög baga­legt að óhreinsað skólp renni út í sjó við Faxa­skjól í Reykja­vík. Hart sé hins veg­ar unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður. Full­trú­ar frá heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur eru nú á leið niður að fjör­unni til að taka sýni og meta aðstæður.

Eins og greint var frá í gær er skólp­dælu­stöðin við Faxa­skjól biluð og flæða því á hverri sek­úndu 750 lítr­ar af óhreinsuðu skólpi út um neyðarlúgu og í hafið. Hef­ur þetta verið staðan und­an­farna ell­efu sól­ar­hringa, en viðgerð sem lauk 19. júní sl. skilaði ekki til­ætluðum ár­angri. Neyðarlúg­an var þó lokuð í nótt.

Hólm­fríður Sig­urðardótt­ir, um­hverf­is­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur seg­ist von­ast til þess að viðgerð fari að ljúka, en mik­il­vægt sé þó að tryggja ör­yggi starfs­manna. „Okk­ar starfs­menn hafa verið að vinna hörðum hönd­um við mjög erfiðar aðstæður í þess­ari dælu­stöð. Þetta hef­ur gengið brös­ug­lega vegna aðstæðnanna,“ seg­ir hún. „En það er auðvitað mjög baga­legt að þetta taki svona lang­an tíma.“

Frumniður­stöður ljós­ar eft­ir sól­ar­hring

Að sögn Svövu Stein­ars­dótt­ur, heil­brigðis­full­trúa hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, eru full­trú­ar nú á leið í fjör­una til að taka sýni. Frumniður­stöður ættu að verða ljós­ar eft­ir sól­ar­hring. Þá verður einnig metið hvort til­efni sé til þess að fara í hreinsiaðgerðir á svæðinu.

Spurð um það hvers vegna ekki hafi verið til­kynnt um skólp­meng­un­ina fyrr seg­ir Svava að þar sem saur­gerl­ar hafi verið inn­an ásætt­an­legra marka við sýna­töku í júní hafi ekki þótt til­efni til að til­kynna um meng­un­ina til al­menn­ings. „En við get­um beint því til fólks núna þar sem þetta ástand er búið að vara svona lengi að gæta að því að halda sig fjarri dælu­stöðinni,“ seg­ir hún.

Sam­kvæmt reglu­gerð nr. 798/​1999 skal fjöldi hitaþol­inna kólíbakt­ería eða saur­kokka í a.m.k. 90% til­fella vera und­ir 100 pr. 100 ml utan þynn­ing­ar­svæðis miðað við lág­mark 10 sýni við fjör­ur. Sýn­in sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tók í júní voru yfir viðmiðun­ar­mörk­un­um en inn­an skekkju­marka að sögn Svövu.

Unnið er að viðgerð á svæðinu.
Unnið er að viðgerð á svæðinu. mbl.is/​Golli

„Óvenju­legt ástand“

„Þetta ger­ist ekki oft til allr­ar lukku en get­ur gerst ef bil­un verður í dæl­um eða mikið álag verður á kerf­inu, til dæm­is mikl­ar rign­ing­ar,“ seg­ir Svava en bæt­ir við að búnaður­inn sé hannaður til að stand­ast slíkt. „En þetta er óvenju­legt ástand þar sem neyðarlúg­an hef­ur sí­fellt verið að bila yfir þetta tíma­bil.“

Spurð hver áhrif­in séu af gerla­meng­un seg­ir Svava hana aldrei vera æski­lega. „Þeir geta valdið sjúk­dóm­um ef fólk er til dæm­is veikt fyr­ir eða fær gerl­ana í sár. Við forðumst þessa gerla eins og við get­um og erum með eft­ir­lit við baðstaði, strand­lengj­una og í neyslu­vatni,“ seg­ir hún. Heil­brigðis­eft­ir­litið er með eft­ir­lit á tólf sýna­töku­stöðum við fjör­una, og að sögn Svövu er sýna­tökustaður við Ægisíðuna venju­lega með mjög góð gildi.

Lengsta og al­var­leg­asta bil­un frá upp­hafi

Bil­un­in sem um ræðir er sú lengsta og al­var­leg­asta á skólp­hreinsi­kerf­inu frá upp­hafi, en hreins­istöðvarn­ar voru sett­ar upp í kring­um alda­mót. Tvær stór­ar hreins­istöðvar eru á höfuðborg­ar­svæðinu; við Klettag­arða og Ánanaust. Í þá síðar­nefndu kem­ur skólp úr suður- og vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar, meðal ann­ars frá dælu­stöðinni sem nú er biluð.

Í dælu­stöðina kem­ur skólp úr stór­um hluta Breiðholts, Árbæ, Norðlinga­holti, Garðabæ og Kópa­vogi en vegna bil­un­ar­inn­ar renn­ur það nú út í sjó. Við eðli­leg­ar aðstæður er skólp­inu dælt hreinsuðu 4 kíló­metra út í hafið á 30 metra dýpi.

Vegna bil­un­ar­inn­ar var ákveðið að hafa neyðarlúgu opna og láta skólpið streyma út í sjó svo ekki væri hætta á því að það færi inn í kerfið og flæddi upp niður­föll eða inn til fólks.

Neyðarlúgan var lokuð í nótt.
Neyðarlúg­an var lokuð í nótt. mbl.is/​Golli

Mæl­ir ekki með fjöru­ferð með börn á svæðinu

„Bless­un­ar­lega erum við ekki vön því að sjá skólp í fjör­un­um og þegar svona bil­an­ir verða kem­ur það eðli­lega illa við okk­ur því ástandið hef­ur verið gott,“ seg­ir Hólm­fríður. „Það er eitt já­kvæðasta um­hverf­is­mál sem gripið hef­ur verið til að koma upp skólp­hreins­istöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu. Víða um land eru þessi mál í mikl­um ólestri, en auðvitað vilj­um við ekki að það sé saur­gerla­meng­un í okk­ar um­hverfi.“

Spurð hvort ekki hefði verið hægt að senda skólpið í hreins­istöðina í Kletta­görðum í stað þess að láta það flæða út í sjó seg­ir Hólm­fríður enga teng­ingu vera á milli hreins­istöðvanna. „Væri hún til staðar hefði það ekki hjálpað í þessu til­viki þar sem enda­stöð skólps­ins sem fer í gegn­um dælu­stöðina í Faxa­skjóli er í Ánanaust­um og sú hreins­istöð er í full­um rekstri,“ seg­ir hún.

En er óhætt að fara með börn niður að fjör­unni? „Ég mæli ekki með því að for­eldr­ar fari með börn­in sín í fjöru­ferð þar sem skólp renn­ur út í sjó,“ seg­ir Hólm­fríður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert