„Þurfum að fara yfir þetta frá A til Ö“

Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í gær og …
Sýni voru tekin í fjörunni við Faxaskjól í gær og fyrradag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég tel nauðsynlegt að við lærum af þessu,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Eins og áður hefur komið fram flæddu um 750 lítrar af skólpi í hafið á sekúndu við skólphreinsistöð við Faxaskjól áður en fjölmiðlar greindu frá biluninni.

Borgarstjórn er í sumarfríi nú um stundir en Halldór mun fara fram á að framkvæmd verði stjórnsýsluúttekt á málinu á næsta fundi borgarráðs, 20. júlí. „Við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og fyrirbyggja að þetta gerist aftur,“ segir Halldór.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. mbl.is/Ómar

Hann bendir á að ekki ætti að líða jafnlangur tími og raun beri vitni í þessu máli áður en almenningur er látinn vita hvað er í gangi. Máli sínu til stuðnings vitnar Halldór í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál.

Þar segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.

„Þess vegna þarf stjórnsýsluúttekt. Það getur vel verið að það vanti vitneskju um lögin og notkun þeirra. Það er auðvitað mjög alvarlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert